spot_img
HomeFréttirZeglinski samdi við lið í Austurríki

Zeglinski samdi við lið í Austurríki

Sammy Zeglinski sem varð Íslands- og deildarmeistari með Grindavík á síðasta tímabili hefur samið við Redwell Gunners í austurrísku úrvalsdeildinni.
 
Oberwart tapaði titlinum 3-2 gegn BC Vienna í úrslitum austurrísku deildarinnar á síðasta tímabili en Zeglinski gæti orðið púslið sem hjálpaði liðinu að klára dæmið. Zeglinski lét vel til sín taka í Domino´s deildinni með 21,5 stig, 5,7 fráköst og 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Grindvíkingar verða því á höttunum eftir nýjum leikstjórnanda en fyrir í þeirra röðum eru Jón Axel Guðmundsson og Daníel Guðni Guðmundsson.
  
Mynd/ Davíð
Fréttir
- Auglýsing -