Landsliðsmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson voru á ferðinni í ACB deildinni um helgina. Zaragoza vann góðan sigur á Cajasol en Manresa steinlá á útivelli gegn Real Madrid.
Cajasol 67-75 CAI Zaragoza
Jón Arnór Stefánsson var í byrjunarliði Zaragoza og skoraði 2 stig í leiknum á sléttum 16 mínútum. Jón var einnig með 4 stoðsendingar en þurfti að yfirgefa leikvöllinn með fimm villur.
Real Madrid 104-70 Manresa
Haukur Helgi Pálsson lék í rúmar 8 mínútur með Manresa og gerði 2 stig í leiknum gegn feiknarsterku liði Madrídinga. Haukur var einnig með 2 fráköst í leiknum.