spot_img
HomeFréttirWarriors munda sópinn í Cleveland

Warriors munda sópinn í Cleveland

 

 
Golden State Warriors sigruðu Cleveland Cavaliers, 113-118, í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar. Leikurinn í nótt á heimavelli Cavaliers í Cleveland alveg eins og sá næsti í seríunni, en síðan mun einvígið færast aftur á heimavöll Warriors.

 

 

Gangur leiks

Leikurinn fór hresslega af stað. Þar sem að bæði lið voru að gera mikið af mistökum, samhliða því að setja þó nokkuð af stigum á töfluna. Eftir fyrsta leikhluta leiddu gestirnir, 31-39. Mestu munaði um þær 90 sekúndur fyrir heimamenn sem að Lebron James hvíldi í þessum upphafsfjórðung. Á þeim tóku Warriors gott 10-0 áhlaup.

 

 

Undir lok hálfleiksins reyndu heimamenn hvað þeir gátu að vinna niður þessa forystu. Tókst það næstum í nokkur skipti, en að lokum voru þeir þó 6 stigum undir í hléinu, 67-61.

 

Lebron James stórkostlegur í þessum fyrri hálfleik. Leiddi alla leikmenn í stigaskorun með 27 stigum.

 

Heimamenn í Cavaliers byrjuðu seinni hálfleikinn svo betur. Næla sér í sína fyrstu forystu síðan í fyrsta leikhluta á fyrstu þrem mínútum þriðja leikhlutans. Þeir ganga svo á lagið og eru með 5 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 94-89.

 

Það voru svo Cavaliers sem að leiddu mest allan fjórða leikhlutann. Naumt var það þó, en þegar um 40 sekúndur voru eftir skaut Kevin Durant Warriors aftur í forystu, 113-114. Tilraunir heimamanna til þess að skora eftir það í leiknum gengu ekki og fór svo ð lokum að Warriors sigruðu með 5 stigum, 113-118.

 

Kjarninn

Sigur Cavaliers hefði verið algjörlega nauðsynlegur fyrir hið hlutlausa auga. Úrslitakeppni þessa árs verið sú minnst spennandi í manna minnum. Golden State sigraði alla leiki sína og Cleveland alla nema einn á leið sinni til úrslita. Að þetta lokaeinvígi verði möguleg jafn óspennandi og það sem á undan hefur komið í þessari úrslitakeppni er grátlegt.

 

Engu liði hefur tekist að koma til baka í úrslitum eftir að hafa verið 3-0 undir. Meistarar Cleveland Cavaliers eiga heldur ekki eftir að gera það. Þetta Golden State lið er alltof gott til þess. Það má vera að einvígið lengist upp í fimm leiki, en fleiri verða þeir ekki. Líklegast þó ekki fleiri en fjórir.

 

 

Týndir

Leikstjórnandi Cleveland Cavaliers, Kyrie Irving, hafði spilað tvo vafasama upphafsleiki í þessari seríu. Nokkuð líkt því sem að hann gerði í einvígi þessara sömu liða í fyrra, þá þó, kom hann sterkur til baka í þriðja leik liðanna í Cleveland og gerði hann slíkt hið sama í nótt.

 

 

Irving ekki sá eini sem spilaði betur í þessum þriðja leik fyrir Cavaliers. Bæði JR Smith og Kyle Korver virtust einnig vera að vakna til lífsins eftir að hafa einnig verið hálf meðvitundarlausir í fyrstu tveimur leikjunum.

 

 

Að meistararnir hafi farið að fá framlag frá þessum leikmönnum gerði þennan leik óneitanlega meira spennandi. Að þeir hafi samt tapað honum segir manni þó alveg helling um hversu mikill munur er í raun á þessum liðum.

 

 

Maður leiksins

Kevin Durant hefur nú skorað yfir 30 stig í öllum þrem leikjum úrslitanna. Leikinn í kvöld sigraði hann fyrir Warriors með djarfri þriggja stiga körfu sem kom hans mönnum aftur í forystu í leiknum þegar um 40 sekúndur voru eftir. Í heildina skoraði Durant 31 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á þeim 40 mínútum sem hann spilaði.

 

 

Framhaldið

Næsti leikur liðanna er á föstudaginn og fer hann einnig fram í Cleveland. Gestirnir munu því freista þess gæfunar þar að hrifsa titilinn af Cavaliers á þeirra heimavelli.

 

 

 

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -