spot_img
HomeFréttirWarriors fóru létt með meistarana í fyrsta leik

Warriors fóru létt með meistarana í fyrsta leik

 

 

Golden State Warriors sigruðu Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar. Leikurinn í nótt á heimavelli Warriors í Oakland alveg eins og sá næsti í seríunni, en síðan mun einvígið færast á heimavöll Cleveland.

 

Fyrir leik

Sería liðanna líklega fyrirsjáanlegasta lokaeinvígi í manna minnum. Liðin mæst síðustu þrjú ár í lokaúrslitum, en það er í fyrsta skipti í sögu deildarinnar sem slíkt gerist. Allir heilir í báðum liðum. Fyrir utan þjálfara Warriors, Steve Kerr, sem sagður er ekki muni taka mikinn þátt í þessum lokaleikjum tímabilsins.

 

 

Gangur leiks

Heimamenn í Golden State voru betri aðilinn í fyrri hálfleik. Leiddu eftir fyrsta leikhluta, 35-30 og voru komnir með 8 stiga forystu þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 60-52. Atkvæðamestir í þessum fyrri hálfleik voru Kevin Durant fyrir Warriors með 20 stig, 4 fráköst og 6 stoðsendingar á meðan að fyrir gestina frá Cleveland var það Lebron James sem dróg vagninn með 19 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum.

 

 

Seinni hálfleikinn byrjuðu Warriors svo aftur betur. Með snörpu 13-0 áhlaupi á fyrstu mínútum þriðja leikhlutans komu þeir muninum í 21 stig, 52-73. Cavaliers hótuðu því í nokkur skipti að komast aftur inn í leikinn það sem eftir lifði af leikhlutanum, komust 12 stigum næst heimamönnum. Warriors bættu þá bara aftur í og voru með 21 stigs forystu þegar að leikhlutinn endaði, 93-72.

 

 

Í fjórða leikhlutanum létu Warriors svo kné fylgja kviði. Kláruðu þennan fyrsta leik nokkuð öruggt, 113-90.

 

Kjarninn

Warriors voru hreinlega miklu betri á öllum sviðum leiksins í nótt. Að undanskyldum Lebron James og nokkrum sprettum frá Kyrie Irving voru meistararnir frá Cleveland hreinlega ekki mættir. Margt hægt að lesa í þennan leik. Mögulega væri hægt að færa rök fyrir að þarna hefðum við séð hver munurinn á deildunum (austur/vestur) er í raun og verunni og að í raun eiga Cavaliers lítið erindi í þetta firnasterka Warriors lið.

 

Hinsvegar má ekki gleyma því að í einvígi liðanna í fyrra vöknuðu svipaðar hugmyndir, en þá náði Cleveland samt að snúa taflinu sér í vil og taka titilinn. Mikið eftir, þetta leit ekki vel út, en við sjáum hvað gerist.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Himinn og haf á milli flæðis í sóknarleik liðanna í leiknum. Heimamenn í Golden State gáfu 31 stoðsendingu á móti aðeins 15 hjá Cleveland. 

 

Maður leiksins

Leikmaður Golden State, Kevin Durant, var frábær í annars mjög frambærilegu liði Warriors manna. Skoraði 38 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar á 37 mínútum spiluðum í leiknum

 

 

 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -