spot_img
HomeFréttirWarriors betri en Celtics - Jöfnuðu úrslitaeinvígið með öruggum sigri í San...

Warriors betri en Celtics – Jöfnuðu úrslitaeinvígið með öruggum sigri í San Francisco

Golden State Warriors lögðu Boston Celtics í nótt í öðrum leik úrslitaeinvígis NBA deildarinnar, 88-107. Staðan í einvíginu er því jöfn, 1-1, en fyrsta leikinn unnu Celtics með 12 stigum fyrir helgina, 120-108.

Leikur næturinnar var nokkuð jafn og spennandi allt fram að hálfleik, en Warriors tóku öll völd á vellinum í þriðja leikhlutanum og náðu að halda góðri forystu sinni út leikinn. Atkvæðamestur fyrir Warriors í leiknum var Stephen Curry með 29 stig og þá bætti Jordan Poole við 17 stigum. Fyrir Celtics var Jayson Tatum með 28 stig og Jaylen Brown honum næstur með 17 stig.

Segja má að leikur næturinnar hafi verið líkur fyrsta leik liðanna að því leyti að Warriors gjörsamlega áttu þriðja leikhlutann, en Caltics tókst ekki að koma til baka í nótt, ólíkt því sem þeir gerðu í fyrsta leiknum.

Fyrstu tveir leikir seríunnar fóru fram á heimavelli Golden State í San Francisco, en næstu tveir verða í Boston. Næsti leikur, sá þriðji, fer fram eftir miðnætti komandi miðvikudag 8. júní.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -