Í nótt voru 12 leikir á dagskránni í NBA deildinni og fjör á nokkrum stöðum. Nýliðinn Kemba Walker og félagar í Charlotte Bobcats höfðu sigur í sínum fyrsta deildarleik gegn Milwaukee Bucks, lokatölur 96-95 Bobcats í vil.
Kemba Walker kláraði leikinn fyrir Bobcats á vítalínunni eftir æsispennandi lokasprett en nýliðinn kom af bekknum og skoraði 13 stig og gaf 7 stoðsendingar. Stigahæstur hjá Bobcats var D.J. Augustin með 19 stig og 8 stoðsendingar en Brandon Jennings gerði 22 stig í liði Milwaukee.
Önnur úrslit næturinnar:
Washington 84-90 New Jersey
Orlando 104-95 Houston
Cleveland 96-104 Toronto
Indiana 91-79 Detroit
Minnesota 100-104 Oklahoma
Dallas 93-115 Denver
San Antonio 95-82 Memphis
Phoenix 84-85 New Orleans
Sacramento 100-91 LA Lakers
Portland 107-103 Philadelphia
Golden State 99-91 Chicago
Mynd/ Kemba Walker kláraði Milwaukee á vítalínunni í nótt.