spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaVissi að ég yrði ekki áfram á Ítalíu

Vissi að ég yrði ekki áfram á Ítalíu

Elvar Már Friðriksson landsliðs bakvörður segist vera mjög spenntur fyrir nýju verkefni í Litháen en kappinn skrifði undir 1. árs samning við meistara Rytas Vilinius.

“Þetta er mjög spennandi verkefni sem ég er að fara í. Rytas er stór klúbbur í evrópu og spilar í Champions League. Ég vissi strax eftir tímabilið hjá Ítölunum að ég myndi ekki vera áfram svo sumarið hefur farið í það að finna aðstæður sem henta vel.” sagði Elvar í samtali við Karfan.is en hann losaði sig undan samningi við Ítalska liðið Tort­ona, sem hann var keyptur til frá Belgíu á síðustu leiktíð.

Elvar spilaði áður með liði Šiauliai í Litháen og skildi við deildina sem verðmætasti leikmaður deildarinnar.

“Ég þekki vel inn á deildina og Vilnius er frábær borg, ég vildi reyna komast inn í góða evrópudeild svo þessi lending er mjög góð fyrir mig. Ég fer út strax eftir landsliðsgluggann í lok ágúst. Rytas er sem fyrr segir risa klúbbur og reglulega í topp 2 í deildinni og í Evrópukeppni, þannig að gott skref uppá við frá Siauliai. “

Elvar mun að líkindum eiga að inna af hendi stórt hlutverk innan Rytas en það er samkeppni í bakvarðastöðunni. “Erum tveir bakverðir að deila stöðunni, hinn er ungverskur landsliðs bakvörður. Fer allt eftir mótherjum og við hverja við spilum hverju sinni hvernig hlutverkaskipan verður. Það eru mikið af leikjum og álaginu því dreyft.”

Fréttir
- Auglýsing -