spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaDeildarkeppninni lokið hjá Alicante

Deildarkeppninni lokið hjá Alicante

Jón Axel Guðmundsson og HLA Alicante máttu þola tap í kvöld gegn San Pablo Burgos í lokaumferð Leb Oro deildarinnar á Spáni, 73-83.

Jón Axel lék tæpar 17 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 5 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum, en hann var næst framlagshæstur í liði Alicante í leiknum.

Næst á dagskrá er úrslitakeppni deildarinnar, en í henni mun Alicante mæta liði Estudiantes.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -