14:46
{mosimage}
Hamarsmenn eru í óðaönn að manna lið sitt fyrir veturinn. Í dag gekk Viðar Örn Hafsteinsson til liðs við þá en hann lék á Laugarvatni síðastliðinn vetur með Laugdælum en veturinn á undan með Hamri og þar áður Hetti þar sem hann er uppalinn.
Viðar lék 22 leiki í úrvalsdeild með Hetti og skoraði 13,7 stig, með Hamri spilaði hann 22 leiki og skoraði 3,9 stig.
Karfan.is heyrði í Viðari og spurði afhverju hann væri að yfirgefa Laugdæli og fara í Hamar
„Ég er að klára skólann uppá Laugarvatni og því hentar Hamar vel þó þetta sé smá rúntur. Það verður líka nett að spila aftur með Svavari, Marvin og þessum gaurum sem ég spilaði með í Hamar fyrir tveimur árum. Svo skulda ég Gústa og Hamri smá því ég var svo dapur þegar ég var þarna síðast.“
Hvaða væntingar hefur þú til þín í vetur?
„Væntingar mínar eru bara að bæta mig sem leikmaður og geta skilað góðu hlutverki í þessari deild, ég ætla að vera í toppformi því ég það hefur aðeins vantað uppá hjá mér síðustu tvö-þrjú ár.“
En liðið?
„Hvað liðið varðar þá er ég ekki alveg viss hvernig mannskapurinn verður, en þetta eru með eindæmum fallegir gaurar allir saman. En ég fer í alla leiki til að vinna þá og ef það tekst þá fer dollan yfir Hellisheiðina.“
Mynd: Gunnar Gunnarsson