Vestri lítil fyrirstaða fyrir meistarana

VÍS bikarkeppnin rúllaði af stað í dag með einum leik.

Bikarmeistarar Vals lögðu 2. deildar lið Vestra nokkuð örugglega á Ísafirði, 65-115. Leikurinn var sá fyrsti í 32 liða úrslitum keppninnar, en áfram verður leikið bæði á morgun og mánudag.