spot_img
HomeÚti í heimiEvrópa25 stig Elvars ekki nóg í öðrum leik átta liða úrslita

25 stig Elvars ekki nóg í öðrum leik átta liða úrslita

Elvar Már Friðriksson og PAOK máttu þola tap í öðrum leik átta liða úrslita grísku úrvalsdeildarinnar í framlengdum leik gegn Panathinaikos í kvöld, 96-99. Panathinaikos eru því komnir með PAOK upp við vegg 2-0, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig áfram.

Elvar Már lék rétt tæpar 45 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 25 stigum, frákasti, 5 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -