Fyrir leik Skallagríms og Vals í 1. deild karla föstudaginn 15. október, var undirritaður styrktarsamningur milli körfuknattleiksdeildar Skallagríms og Verkís. Verkís er með starfsstöð í Borgarnesi en fyrirtækið er ráðgjafafyrirtæki sem býður þjónustu á öllum sviðum verkfræðiráðgjafar og skyldra greina.
Merki fyrirtækisins er á búningum allra flokka og upphitunartreyjum meistaraflokka. Samningurinn er til þriggja ára og kemur til með að styrkja deildina mikið í starfinu framundan. Á myndinni má sjá þau Einar Bjarndal Jónsson frá Verkís og Kristínu Maríu Valgarðsdóttur frá körfuknattleiksdeild Skallagríms undirrita samninginn. Þeim til halds og trausts voru meistaraflokksmennirnir Hafþór Ingi Gunnarsson og Darrell Flake.