spot_img
HomeFréttirVeigar & Veigar sáu um Makedóníu

Veigar & Veigar sáu um Makedóníu

 

Undir 16 ára lið drengja leikur þessa dagana á Evrópumóti í Búlgaríu. Í dag sigraði liðið Makedóníu í leik um 13.-16 sætið, 70-66.

 

Það var Makedónía sem hafði yfirhöndina í byrjun leiks í dag, leiddu með 4 stigum eftir fyrsta leikhlutann, 21-25. Leikurinn var svo jafn og spennandi fram að lokum fyrri hálfleiks, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 36-39 Makedóníu í vil.

 

Seinni hálfleikinn byrjaði Makedónía svo aftur betur. Eftir þrjá leikhluta var munur þeirra kominn í 11 stig, 48-59. Með frábærum hætti nær Ísland þá að skera niður þennan mun á fyrstu mínútum fjórða leikhlutans. Komast í forystu þegar rúmar 5 mínútur voru eftir af leiknum, 62-61. Undir lokin ná þeir svo að vera á undan. Það var svo Veigar Páll Alexanderson sem rak smiðshöggið á spennandi lokamínútu leiksins með laglegu sniðskoti sem kom Íslandi í 70-66 þegar um 10 sekúndur voru eftir, en nafni hans Veigar Áki Hlynsson stal svo boltanum og hélt honum þangað til klukkan rann út.

 

Atkvæðamestur í íslenska liðinu var Veigar Alexanderson með 14 stig, 11 fráköst og 3 stoðsendingar á þeim rúmu 28 mínútum sem hann spilaði.

 

Hérna er tölfræði leiksins

 

Leikur dagsins:

Fréttir
- Auglýsing -