20:06
{mosimage}
Valur Old-Boys sigraði á Hraðamóti Skallagríms í Borgarnesi föstudaginn 16. febrúar sl. Alls tóku 5 lið þátt í mótinu; heimamenn í Skallagrími, Molduxar frá Sauðárkróki, Snæfell frá Stykkishólmi og Hamar/Selfoss frá Hveragerði/Selfossi. Valsliðinu var boðin þátttaka í fyrsta sinn þetta árið og vann liðið alla sína leiki.
Næsta verkefni liðsins er árlegt mót Molduxa í Skagafirði í vor. Mótið í Borgarnesi var í alla staði vel heppnað og greinilegt að heimamenn kunna vel til verka varðandi umsjón og utanumhald móta. Léttleikinn var í fyrir rúmi hjá öllum liðum, spilað var af kappi en með mikilli forsjá! Enda fátt um meiðsli ef nokkur.
Valsliðið kom ákaflega vel stemmt til leiks og kom andstæðingunum í opna skjöldu með öflugri maður á mann vörn sem andstæðingarnir áttu erfitt með að komast framhjá!
MyndLeikmenn Old-Boys Vals sem unnu Hraðmót Skallagríms í Borgarnesi
Aftari röð f/v: Torfi Magnússon, Stefán Árnason, Jón F. Hrafnsson og Ragnar Bjartmarz
Fremri röð f/v: Trausti Jósefsson, Pétur Stefánsson, vara-fyrirliði, Hannes Birgir Hjálmarsson, fyrirliði og Arnar Steinn Þorsteinsson
Þjálfari liðsins er Hannes Birgir Hjálmarsson, vara-þjálfari Pétur Stefánsson.
Frétt og mynd af www.valur.is