Valur Ingimundarson stýrir bæði karla- og kvennaliði Ammerud í norska boltanum og þó brösuglega gangi hjá karlaliðinu um þessar mundir þá er kvennaliðið með þeim bestu í Noregi.
Ammerud er í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 6 sigra og 2 tapleiki en Ulriken er á toppnum með 8 sigra og eitt tap. Þann 25. nóvember mættust Ammerud og Oslo Tigers þar sem Ammerud hafði betur 66-45. Liðin mætast aftur í deildinni þann 10. desember og þá á heimavelli Ulriken.