spot_img
HomeFréttirValur kláraði Hött í fjórða

Valur kláraði Hött í fjórða

Deildarmeistarar Vals tóku á móti Hetti, sem voru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni. Valsmenn voru með virkilega flotta umgjörð fyrir þennan leik, tengdu hann við handboltaleik sem var á undan og heilmikið húllumhæ í gangi, vel gert.

 Miðað við hvar liðin endurðu í deildinni mætti kannski búast við auðveldum Valssigri, en Höttur var greinilega mætt þarna til að sýna að vera þeirra þarna var engin tilviljun, Valur sýndi þó tennurnar í 4. leikhluta og unnu öruggan sigur 94-75.

Það virtist vera einhver taugatrekkingur í gangi hjá báðum liðum, bæði lið spiluðu frekar fasta vörn og Hjálmar kominn með tvær villur frekar snemma í fyrsta fjórðung. Hattarmenn voru þó fyrr að ná taki á taugunum og leiddu megnið af leikhlutanum, Valsmenn þó aldrei langt undan eða alveg þangað til að Booker og Kristinn settu niður sinnhvort þristinn og komu Val yfir 23-19.

Hattarmenn héldu áfram að sýna að þeir eiga fullt erindi í úrslitakeppnina og héldu áfram að gefa Valsmönnum leik. Valsmenn leiddu þó megnið af öðrum leikhluta án þess að auka forskot sitt neitt að ráði fyrr en í blálokin þegar Hetti gekk ílla að skora og Valsmenn fóru með 8 stiga forskot í hálfleik, 45-37.

Eitthvað komu Valsmenn kaldir út í seinni hálfleikinn, gátu ekki keypt sér körfu fyrstu mínúturnar en þegar ísinn brotnaði þá fóru stigin að flæða og Valsmenn náðu aftur vopnum sínum og juku forskotið þangað til að Adam Eiður sagði stopp og setti nokkur stig í röð, vörnin há Hetti hertist og þeir minnkuðu markvisst niður muninn. En Valsmenn brotnaðu ekki og  tókst fljótlega að auka forskot sitt aftur og fóru með 67-55 forskot fyrir síðasta leikhlutann.

Valsmenn komu í 4. leikhluta með látum og virtust ætla að sigla þesu heim frekar snemma í leikhlutanum. Náðu upp 17 stiga forystu og áttu Hattarmenn fá svör við leik deildarmeistaranna. En Höttur sýndi seiglu og þraugsegju og tóku áhlaup sem tók þá nærri Valsmönnum en þristur frá Hjálmari slökkti endanlega leiknum. Valsmenn sigldu þessu heim og unnu í lokin öruggan sigur 94-75

Hjá Valsmönnum Acox með 23 stig og 9 frákost, Badmus kom síðan með 20 stig og 9  fráköstHjá Hetti var Buskey 18 stig og Adam Eiður með 15 stig. Knezevic var með 12 frákost

Næsti leikur þessara liða verður á Egilsstöðum, 14. apríl, það verður sjóðandi stemming á Austfjörðum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -