13:55
{mosimage}
(Landa Hafdís og félagar sínum fyrstu stigum í kvöld)
Einn leikur fer fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Valskonur taka á móti Íslandsmeisturum Hauka í Vodafonehöllinni kl. 20:00. Valur lá stórt í sínum síðasta deildarleik gegn Grindavík en Haukar höfðu öruggan sigur gegn Fjölni að Ásvöllum.
Með sigri í kvöld geta Haukar tyllt sér á topp deildarinnar en liðið hefur unnið þrjá fyrstu deildarleiki sína á meðan Valskonur eru enn án stiga. Valur leikur án landsliðsmiðherjans Signýjar Hermannsdóttur en liðið mun styrkjast töluvert þegar hún hefur jafnað sig og þá er von á erlendum leikmanni til liðsins.
Þá mætast FSu og Valur í unglingaflokki karla kl. 19:15 í Iðu á Selfossi og Fjölnir B fær Valsmenn í heimsókn í Rimaskóla kl. 21:00 í B-riðli drengjaflokks.