spot_img
HomeFréttirValsstúlkur skoruðu yfir 100 stig

Valsstúlkur skoruðu yfir 100 stig

20:49

{mosimage}

Valsstúlkur urðu fyrsta liðið til að skora 100 stig eða meira í leik í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar þær sigruðu Snæfell í kvöld 103-71. Á Ásvöllum sigruðu Hamarsstúlkur Hauka 54-61  og það verður því úrslitaleikur um þriðja sætið í DHL höllinni á miðvikudag. Í dag féll Höttur úr 1. deild karla þegar þeir töpuðu fyrir Þór í Þorlákshöfn 98-91. Melissa Mitidiero, bandarískur leikmaður sem lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld var stigahæst þeirra með 24 stig en hún lék aðeins í 20 mínútur. Signý Hermannsdóttir skoraði 20 og tók 14 fráköst. Kristen Green skoraði 15 stig fyrir Snæfell auk þess sem hún tók 10 fráköst.

Julia Demirer skoraði 22 stig fyrir Hamar á Ásvöllum og tók 18 fráköst. Monika Knight skoraði 15 stig fyrir Hauka.

Richard Field skoraði 31 stig og tók 19 fráköst fyrir Þór gegn Hetti en Bayo Arigbon skoraði 41 stig fyrir Hött og tók 14 fráköst.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -