spot_img
HomeFréttirValentino Maxwell til liðs við Keflvíkinga

Valentino Maxwell til liðs við Keflvíkinga

 
Ítalinn Valentino Maxwell er genginn til liðs við Keflvíkinga en hér er um að ræða Bandaríkjamann með ítalskt vegabréf. Maxwell er væntanlegur til landsins eftir helgi og fer þá á fullt í undirbúninginn með Keflvíkingum. www.keflavik.is greinir frá.
Maxwell er fæddur 1985 og er 193cm á hæð. Hann spilar stöðu skotbakvarðar og framherja, en hann spilaði með Umana Reyer Venezia á Ítalíu á síðasta tímabili. Áður lék hann með Concordia háskólanum í Texas.
 
Karla- og kvennalið Keflavíkur halda til Danmerkur í fyrramálið til að taka þátt í æfingamóti þar sem sterkustu lið Norðurlandanna munu etja kappi. Þar munu bæði lið tefla fram erlendu leikmönnum sínum.
 
Fréttir
- Auglýsing -