Ítalinn Valentino Maxwell er genginn til liðs við Keflvíkinga en hér er um að ræða Bandaríkjamann með ítalskt vegabréf. Maxwell er væntanlegur til landsins eftir helgi og fer þá á fullt í undirbúninginn með Keflvíkingum. www.keflavik.is greinir frá.
Maxwell er fæddur 1985 og er 193cm á hæð. Hann spilar stöðu skotbakvarðar og framherja, en hann spilaði með Umana Reyer Venezia á Ítalíu á síðasta tímabili. Áður lék hann með Concordia háskólanum í Texas.
Karla- og kvennalið Keflavíkur halda til Danmerkur í fyrramálið til að taka þátt í æfingamóti þar sem sterkustu lið Norðurlandanna munu etja kappi. Þar munu bæði lið tefla fram erlendu leikmönnum sínum.