spot_img
HomeFréttirValencia eitt heitasta lið heimsins í dag

Valencia eitt heitasta lið heimsins í dag

Jón Arnór Stefánsson gerði 9 stig í gær og tók 2 fráköst þegar Valencia lagði Iberostar Tenerife 86-82 í ACB deildinni á Spáni. Valencia halda engin bönd um þessar mundir og nokkuð ljóst að liðið er eitt það heitasta í heiminum um þessar mundir síðan Golden State Warriors sigurbunan var stöðvuð á dögunum.

Valencia hefur unnið alla 13 deildarleiki sína í ACB deildinni til þessa en ACB deildin er alla jafna talin næststerkasta deildin í heiminum á eftir NBA deildinni. Valencia er ekki bara ósigrað í ACB deildinni heldur hefur liðið unnið alla tíu leiki sína í Eurocup sem er næststerkasta Evrópukeppnin á eftir Euroleague. Sigurleikirnir þetta tímabilið eru því 23 í röð! 

Ef við lítum eldsnöggt á margar af stærri deildunum þá ber fyrst að nefna að nú hafa öll lið í NBA deildinni tapað leik (Golden State 28-1), í Þýskalandi er Brose Basket á toppnum með 13 sigra og 2 tapleiki, á Ítalíu eru toppliðin tvö með 10-4 stöðu, í Tyrklandi er Anadolu Efes með 9-3 stöðu og í Rússlandi er fyrnasterkt lið CSKA Moskvu með 13-1 stöðu á toppnum. Valencia er óumdeilt eitt allra heitasta og stærsta lið heims í dag þar sem Jón er með 6,3 stig að meðaltali í leik. 

Staðan á Spáni

Round 13 
Pos Equipment J G P FAQ PC  
1   Valencia Basket 13 13 0 1,101 937  
2   FC Barcelona Lassa 13 12 1 1,067 896  
3   real Madrid 13 eleven 2 1,188 1,004  
4   Kutxa Laboral Baskonia 13 10 3 1,119 985  
5   Herbalife Gran Canaria 13 8 5 1,034 936  
6   Andorra MoraBanc 13 7 6 1,022 1,032  
7   Unicaja 13 6 7 1,003 986  
8   Dominion Bilbao Basket 13 6 7 1,037 1,060  
9   Montakit Fuenlabrada 13 6 7 1,009 1,043  
10   ICL Manresa 13 6 7 926 1,016  
eleven   Rio Natura Monbus Obradoiro 13 5 8 972 986  
12   Joventut FIATC 13 5 8 1,036 1,070  
13   Catholic University of Murcia 13 5 8 962 1,009  
14   Sevilla basketball 13 5 8 988 1,112  
fifteen   CAI Zaragoza 13 4 9 1024 1,059  
16   Iberostar Tenerife 13 4 9 1,027 1,068  
17   Movistar Students 13 3 10 1,010 1,096  
18   GBC RETAbet.es 13 1 12 871 1,101
Fréttir
- Auglýsing -