14:01
{mosimage}
(Úrvalsliðið ásamt Hannesi Jónssyni formanni KKÍ og Matthíasi
Imsland framkvæmdastjóra Iceland-Express)
Úrvalslið fyrstu níu umferðanna í Iceland Express-deild kvenna var valið í dag. Það mætti segja að Keflvíkingar hafi verið sigurvegarar dagsins en liðið átti þrjá af fimm leikmönnum úrvalsliðsins og þjálfari Keflavíkur Jón Halldór Eðvarsson var valinn besti þjálfarinn.
TaKesha Watson var valinn besti leikmaður fyrstu níu umferðanna. Hún hefur spilað afar vel í fyrstu umferðunum og er næst stigahæst í deildinni með 30,2 stig ásamt því að vera þriðja stoðsendingarhæst með 6,3 slíkar.
Úrvalsliðið:
Monique Martin – KR
Pálína Gunnlaugsdóttir – Keflavík
Kristrún Sigurjónsdóttir – Haukar
TaKesha Watson – Keflavík
Margrét Kara Sturludóttir – Keflavík
Mynd: [email protected]