spot_img
HomeFréttirÚrslitakeppni NBA deildarinnar mun halda áfram - Mögulega leikið á morgun

Úrslitakeppni NBA deildarinnar mun halda áfram – Mögulega leikið á morgun

Síðasta tæpa sólahringinn hefur úrslitakeppni NBA deildarinnar verið í uppnámi. Kom það til að eftir að leikmenn Milwaukee Bucks neituðu að leika fimmta leik sinn gegn Orlando Magic sem mótmæli gegn kerfisbundinni mismunun vegna litarhátts í Bandaríkjunum.

Leikmenn deildarinnar áttu fund í gærkvöldi, þar sem fregnir hermdu að margir leikmenn, meðal annarra allir leikmenn beggja Los Angeles liðanna hefðu látið vita að þeir myndu vilja hætta keppni og fara heim til sín í mótmælaskyni.

Í dag var svo fundur eigenda og annar fundur leikmanna þar sem að fregnir herma að einhverjum kröfum leikmanna hafi verið mætt og því muni úrslitakeppnin fara aftur af stað. Mun leikjum dagsins, líkt og þremur leikjum gærdagsins vera frestað, en allt eins er gert ráð fyrir því að keppnin fari aftur af stað á morgun.

Fréttir
- Auglýsing -