Í kvöld fer fram fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum 2. deildar karla í ár. ÍG mæta Hrunamönnum í Grindavík kl. 20.00 og verður leikurinn í beinni tölfræðilýsingu frá Röstinni. Það lið sem sigrar fer áfram í 4-liða úrslit.
Þau tvö lið sem komast í úrslitaleikinn leika bæði í 1. deild karla að ári, en leikið er til úrslita í deildinni og það lið sem sigrar í úrslitaleiknum hlýtur titilinn Íslandsmeistari 2. deildar karla 2011.
Aðrir leikir um helgina 4-liða úrslitum 2. deildar
Föstudagur 1. apríl:
HK • Stál-úlfur • Kl. 18.00 í Fagralundi, Kópavogi
Reynir Sandgerði • Patrekur • Kl. 19.00 í Sandgerði
Laugardagur 2. apríl:
ÍA • ÍBV • Kl. 14.30 á Jaðarsbökkum, Akranesi
Mynd/ www.245.is – Frá leik Reynis Sandgerðis og KV í 2. deild karla.