Árið 2000 voru það KR-ingar sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli. Þá áttu þeir einmitt kappi við Grindvíkinga í úrslita einvíginu. Einvígið fór 3-1 fyrir KR og í því einvígi voru það Grindvíkingar sem höfðu heimavallarrétt. Sem sagt einvígið fór líkt og í dag nema hvað að nú hafa spilin snúist og það eru Grindvíkingar sem hafa pálmann í höndunum og getað endurtekið söguna en sem fyrr segir öfugt við það sem gerðist árið 2000. UMFG vann fyrsta leikinn í Grindavík, 67-64, í næsta leik sigraði KR stórsigur 83-55. KR-ingar fóru svo í Grindavík og sigruðu í Röstinni, 78-89. Þeir tryggðu sér svo titilinn með 20 stiga sigri á heimavelli 83-63.
5 leikmenn tóku þátt í þessu einvígi sem eru enn að í dag en það eru þeir Brenton Birmingham, Guðlaugur Eyjólfsson, Jón Arnór Stefánsson, Jakob Sigurðarsson og Guðmundur Magnússon .Í því einvígi skörtuðu KR í liði sínu 3 leikmenn af erlendu bergi, þá Keith Vassel, Jonathan Bow (íslenskan ríkisborgarrétt) og Jesper Sörensen, en Grindvíkingar voru þá með Brenton Birmingham og Alexander Ermoljinski.