Valsmenn og Þór Akureyri munu leika um laust sæti í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð en í kvöld sló Valur út Skallagrím 2-0 og Þór Akureyri marði sigur í Smáranum og sló Breiðablik því út 2-0.
Breiðablik 84-88 Þór Akureyri
Konrad Tota gerði 22 stig og tók 10 fráköst í liði Þórs en þeir Ólafur Torfason og Wesley Hsu bættu við 18 stigum hvor og Ólafur auk þess með 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Þór vann einvígið 2-0.
Valur 95-82 Skallagrímur
Philip Perre gerði 33 stig og tók 11 fráköst í liði Vals, Calvin Wooten bætti við 24 stigum, 6 fráköstum og 9 stoðsendingum. Hjá Skallagrím var Hafþór Ingi Gunnarsson með 27 stig og Darrell Flake bætti við 24 stigum og 13 fráköstum. Valur vann einvígið 2-0.
Það eru því Valur og Þór Akureyri sem leika til úrslita um laust sæti í úrvalsdeild þar sem Þór mun hafa heimaleikjaréttinn.
Nánar síðar…
Mynd/ Úr safni: Hörður og félagar í Val eru komnir í úrslit 1. deildar