Í dag fóru fram þrír bikarleikir í 8-liða úrslitum kvenna þar sem Snæfell, Grindavík og Stjarnan tryggðu sér farseðilinn í undanúrslitin. Áður hafði Keflavík tryggt sér sætið með sigri á Skallagrím í gær. Grindavíkurkonur tóku sig til í bikarvörninni og sendu topplið Hauka út úr keppninni.
Úrslit dagsins í bikarkeppni kvenna:
Valur 58-78 Snæfell
Grindavík 65-63 Haukar
Stjarnan 67-41 Hamar
Liðin sem komin eru í undanúrslit:
Keflavík
Snæfell
Grindavík
Stjarnan