Garðbæingar unnu öruggan sigur á Íslands- og deildarmeisturum Snæfells í kvöld og hafa þar með sigrað í einvíginu, 3-0. Stjarnan mun því í fyrsta sinn í íslenskri körfuknattleikssögu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Andstæðingar þeirra í úrslitum verða ekki af verri endanum, KR eða Keflavík, lið sem hafa marga fjöruna sopið í þessum efnum en staðan í því einvígi er 2-0 KR í vil.
Lokatölur í Hólminum í kvöld voru 88-105 Stjörnunni í vil þar sem Jovan Zdravevski var enn á ný stigahæstur Garðbæinga með 25 stig og 6 fráköst. Renato Lindmets bætti svo við 22 stigum og 7 fráköstum. Hjá Snæfell var Zeljko Bojovic með 19 stig og 5 fráköst og þeir Sean Burton og Pálmi Freyr Sigurgeirsson gerðu báðir 13 stig.
Nánar síðar…