spot_img
HomeFréttirÚrslit: Njarðvík vann toppslag 1.deildar

Úrslit: Njarðvík vann toppslag 1.deildar

 Í kvöld fóru fram tveir leikir í 1.deildum. Annarsvegar var það leikur Þórs og KFÍ sem fram fór á Akureyri. Þar voru það gestirnir frá Ísafirði sem hirtu öll stig í boði með 80:68 sigri á heimamönnum. Björn Birgir Pálsson var stigahæstur KFÍ með 23 stig og hirti einnig 16 fráköst en hjá Þór var það Frisco Sandidge sem skoraði 18 stig ásamt því að hirða 10 fráköst. 
 
Það var svo toppslagur 1.deildar kvenna þegar Njarðvík tók á móti liði Stjörnunar. Bæði lið ósigruð í deildinni og því búist við hörkuslag.  Svo fór að heimastúlkurnar í Njarðvík sigruðu 64:55 þar sem að Nikitta Gartrell fór hamförum og skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst fyrir Njarðvík. Hjá Stjörnunni var það Bryndís Hanna Hreinsdóttir sem var stigahæst með 24 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -