Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í karlaflokki. Njarðvík og Keflavík flugu þá inn í 8-liða úrslit. Njarðvík með sigur gegn Hamri í Hveragerði og Keflavík lagði Val í TM-Höllinni.
Úrslit:
Hamar 69-99 Njarðvík
Keflavík 97-70 Valur
Dregið verður í 8-liða úrslit á morgun þó enn sé einn leikur eftir í 16-liða úrslitum karla en það er viðureign Hauka b og Íslandsmeistara KR. Liðin mætast 12. desember og verða því saman á miða þegar dregið verður á morgun.
Hamar -Njarðvík 69-99 (13-25, 15-33, 31-24, 10-17)
Hamar: Örn Sigurðarson 17/5 fráköst, Samuel Prescott Jr. 14/6 fráköst/5 stolnir, Ármann Örn Vilbergsson 12, Þorsteinn Gunnlaugsson 11/9 fráköst/5 stoðsendingar, Þórarinn Friðriksson 6, Oddur Ólafsson 4, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 3, Bjartmar Halldórsson 2, Páll Ingason 0, Stefán Halldórsson 0, Björn Ásgeir Ásgeirsson 0.
Njarðvík: Marquise Simmons 15/9 fráköst, Hjalti Friðriksson 15/8 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 14, Ólafur Helgi Jónsson 14/5 fráköst/4 varin skot, Hjörtur Hrafn Einarsson 11, Haukur Helgi Pálsson 11/4 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 6, Jón Arnór Sverrisson 5/5 fráköst, Logi Gunnarsson 3, Hilmar Hafsteinsson 3, Maciej Stanislav Baginski 2.
Keflavík-Valur 97-70 (27-24, 27-16, 23-9, 20-21)
Keflavík: Earl Brown Jr. 28/9 fráköst/3 varin skot, Magnús Már Traustason 15/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12, Guðmundur Jónsson 9, Andri Daníelsson 8/5 fráköst, Reggie Dupree 7/4 fráköst, Andrés Kristleifsson 6, Davíð Páll Hermannsson 4/5 fráköst, Arnór Ingi Ingvason 3, Ágúst Orrason 2/6 fráköst, Kristján Örn Rúnarsson 2, Valur Orri Valsson 1/5 stoðsendingar.
Valur: Jamie Jamil Stewart Jr. 15/10 fráköst, Benedikt Blöndal 14, Illugi Steingrímsson 8/6 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 8, Elías Orri Gíslason 5, Leifur Steinn Arnason 5, Sigurður Rúnar Sigurðsson 5/4 fráköst, Illugi Auðunsson 3/12 fráköst, Friðrik Þjálfi Stefánsson 3, Kormákur Arthursson 2, Sigurður Dagur Sturluson 2/5 fráköst, Sólón Svan Hjördisarson 0.
Nánar síðar…
Mynd/ [email protected] – Reggie Dupree og félagar skelltu Val í kvöld og eru Keflvíkingar því komnir í 8-liða úrslit.