spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Skallagrímur pakkaði Fjölni saman

Úrslit kvöldsins: Skallagrímur pakkaði Fjölni saman

Fjórir leikir fóru fram í Domino´s deild karla í kvöld. Snæfell lagði Stjörnuna og Skallagrímur vann Fjölni en þetta voru fyrstu ósigrarnir í deildinni þetta tímabilið hjá Garðbæðingum og Grafarvogsbúum. KR færði Keflavík sitt þriðja deildartap og ÍR marði Njarðvík 80-82. Ekki oft sem það gerist að heimaliðin í Ljónagryfjunni og Toyota-höllinni tapi leik sama kvöldið.

Úrslit kvöldsins:
 
Snæfell 110-94 Stjarnan
Asim McQueen gerði 28 stig og tók 7 fráköst í liði Snæfells og Jón Ólafur Jónsson bætti við 19 stigum. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 31 stig og 8 stoðsendingar og Marvin Valdimarsson gerði 29 stig og tók 10 fráköst.
 
Njarðvík 80-82 ÍR
Hreggviður Magnússon gerði 21 stig í liði ÍR og Eric Palm bætti við 19 stigum og tvö þeirra komu þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Ágúst Orrason átti lokaskot Njarðvíkinga sem var þristur en hann geigaði. Njarðvíkingar hafa því tapað tveimur síðustu leikjum með samtals fimm stiga mun. Í liði heimamanna var Jeron Belin með 35 stig og 5 fráköst og Marcus Van bætti við 17 stigum og 13 fráköstum.
 
Fjölnir 70-91 Skallagrímur
Carlos Medlock var heitur í liði Skallagríms með 29 stig og 4 stoðsendingar og Haminn Quaintance bætti við 20 stigum, 10 fráköstum og 6 stolnum boltum. Annar deildarsigurinn í röð hjá nýliðunum. Hjá Fjölni var Sylvester Spicer með 24 stig og 10 fráköst og Christopher Matthews bætti við 13 stigum og 4 stoðsendingum.
 
Keflavík 83-85 KR
Darrel Lewis gerði 30 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Keflavíkur og Michael Graion bætti við 27 stigum og 12 fráköstum. Hjá KR var Helgi Már Magnússon með 27 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar og bróðir hans Finnur Atli bætti við 16 stigum. 
 
Staðan í deildinni
  
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Grindavík 2/0 4
2. Skallagrímur 2/1 4
3. Snæfell 2/1 4
4. Stjarnan 2/1 4
5. Fjölnir 2/1 4
6. Þór Þ. 1/1 2
7. Njarðvík 1/2 2
8. ÍR 1/2 2
9. KR 1/1 2
10. KFÍ 1/1 2
11. Keflavík 0/2 0
12. Tindastóll 0/2 0
Fréttir
- Auglýsing -