spot_img
HomeFréttirTil New Jersey á næsta ári

Til New Jersey á næsta ári

Agnes Jónudóttir leikmaður Hauka mun halda vestur um haf og ganga til liðs við Fairleigh Dickinson í bandaríska háskólaboltanum á næsta ári. Staðfesta Soccer and educations USA það á samfélagsmiðlum sínum nú fyrir helgina.

Agnes er 19 ára framherji sem lék með yngri flokkum Njarðvíkur og Keflavíkur, en hefur síðan leikið með meistaraflokkum Grindavíkur, Stjörnunnar og Hauka. Þá hefur hún verið hluti af öllum yngri landsliðum á síðustu árum.

Fairleigh er staðsettur í Hackensack borginni í New Jersey ríki Bandaríkjanna, en liðið leikur í Northeast hluta efstu deildar háskólaboltans.

Fréttir
- Auglýsing -