spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR komið með annan fótinn í úrslit

Úrslit: KR komið með annan fótinn í úrslit

 
KR skellti Keflavík 87-105 í annarri undanúrslitaviðureign liðanna í Iceland Express deild karla í kvöld. Vesturbæingar fóru á kostum í fjórða leikhluta sem þeir unnu 17-32 og leiða nú einvígið 2-0 og geta með heimasigri á föstudag tryggt sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.
Marcus ,,The Bullet“ Walker fór mikinn í liði KR enn eina ferðina og lauk leik með 31 stig og 8 fráköst og Pavel Ermolinskij bætti við 17 stigum, 15 fráköstum og 8 stoðsendingum. Hjá Keflavík var Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 21 stig og 13 fráköst og Thomas Sanders gerði 18 stig.
 
Þriðja viðureign liðanna er í DHL-Höllinni á föstudag þar sem KR getur tryggt sér sæti í úrslitum deildarinnar en með sigri þeirra í kvöld brutu þeir á bak aftur 11 leikja sigurgöngu Keflavíkur í Toyota-höllinni.
 
Ljósmynd/ JBÓ: Pavel Ermolinskij sækir að körfu Keflavíkur í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -