Haukar voru ekki að sýna Tindastólsmönnum mikla gestrisni í kvöld þegar þeir fyrr nefndu völtuðu yfir gesti sína 104:81 í Dominosdeild karla. Þar með töpuðu Tindastólsmenn sínum öðrum leik í deildinni. Af öðrum vígstöðum þá héldu KR áfram sinni óslitnu sigurgöngu og Þór Þorlákshöfn urðu fórnarlambið að þessu sinni. 92:127 varð lokastaðan í Þorlákshöfn.
Það voru svo Grindvíkingar sem sigruðu lið Fjölnismanna í Grafarvoginum 91:97.