Haukar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistaraefni Keflavíkur í kvöld á Ásvöllum með 74 stigum gegn 72. Leikurinn sveiflukenndur að miklu en Haukar náðu góðu forskot í síðasta fjórðung sem Keflavíkurstúlkur voru við það að ná undir lok leiks. Síðasta skot leiksins var þristur frá Hallveig Jónsdóttir hjá Keflavík sem geigaði og það voru Haukastúlkur sem fögnuðu gríðarlega í leikslok. Lele Hardy með enn einn tröllaleikinn, 29 stig og 26 fráköst (8 fráköstum minna en allt Keflavíkurliði í heild) Hjá Keflavík var Carmen Tyson Thomas stigahæst með 24 stig , 5 fráköst og 6 stoðsendingar.
Það voru svo meistara Snæfells sem komu í DHL höllina og sigruðu þar KR stúlkur nokkuð auðveldlega. Lokastaða leiksins 54:75 en það var Hildur Sigurðardóttir sem leiddi meistarana með 27 stig og 6 fráköst en hjá KR var Brittany Wilson með 18 stig og 6 fráköst.