spot_img
HomeFréttirÚrslit: Framlengt í Borgarnesi

Úrslit: Framlengt í Borgarnesi

 Fjórir leikir fóru fram í kvöld í Lengjubikar karla. Á Sauðárkróki fór fram leikur Tindastóls og Njarðvíkur þar sem heimamenn höfðu betur, 76:69.  Heimamenn leiddu allan leikinn og sigruðu að lokum verðskuldað. Darrel Lewis byrjar vel fyrir norðan og setti 26 stig á Njarðvíkinga á meðan Logi Gunnarsson skoraði 21 stig fyrir Njarðvík.  Í Borgarnesi fór fram háspennu leikur þegar Skallagrímur tók á móti Keflvíkingum. Fyrsti leikur Damon Johnson fyrir Keflvíkinga á þessu tímabili reyndist hann drjúgur fyrir Keflvíkinga líkt og forðum daga. Svo fór að leikurinn fór í framlengingu þar sem gestirnir sigruðu svo að lokum 89:90. Guðmundur Jónsson stigahæstur með 23 stig fyrir Keflavík en fyrrum Njarðvíkingurinn Tracey Smith setti 28 stig fyrir Skallagrím.
 
Í vesturbæinn mætti Ingi Þór Steinþórsson með lærisveina sína úr Hólminum.  Svo fór að Íslandsmeistararnir sigruðu 77:70 þar sem fyrrum Keflvíkingurinn Michael Craion setti 22 stig fyrir sinn nýja klúbb.  Austin Bracey var stigahæstur Snæfellsmanna með 18 stig. 
 
Það voru svo loksins Fjölnismenn sem skruppu á Ásvelli til Haukamanna og gerðu góða ferð. Haukamenn sem höfðu nýlega landað stórum sigri í Grindavík náðu ekki að fylgja því eftir og gestasigur uppá 80:84 leit dagsins ljós.  Hinn ungi Kári Jónsson setti 16 stig fyrir heimamenn í Haukum en það var Róbert Sigurðsson sem skoraði 23 stig fyrir Fjölnismenn. 
Fréttir
- Auglýsing -