spot_img
HomeFréttirÚrslit: Fjórði sigur Snæfells í röð í Fjósinu

Úrslit: Fjórði sigur Snæfells í röð í Fjósinu

Vesturlandsslagurinn fór fram í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld þar sem Snæfell komst á brott með tvö stig í farteskinu eftir sigur í spennuslag. 1000 þrista múrinn féll í fyrsta sinn í sögu úrvalsdeildarinnar en Páll Axel Vilbergsson gerði alls fjóra þrista í leiknum og er eini Íslendingurinn sem skorað hefur 1000 þriggja stiga körfur í úrvalsdeild. Þær eru nú samtals 1002. Lokatölur í Fjósinu voru 83-88 Snæfell í vil.
 
 
Austin Magnus Bracy var stigahæstur hjá Hólmurum með 26 stig og 6 stoðsendingar og Sigurður Þorvaldsson bætti við 20 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hjá Skallagrím var Tracy Smith Jr. með 26 stig og 7 fráköst og Páll Axel Vilbergsson gerði 16 stig.
 
Skallagrímur er því enn á botni deildarinnar án stiga en Snæfell fer í 3.-7. sæti með 4 stig. Sigurinn í kvöld var fjórði deildarsigur Snæfells í röð í Fjósinu frá árinu 2008.
 
Tölfræði leiksins
  
 
Skallagrímur-Snæfell 83-88 (19-18, 29-26, 15-19, 20-25)
 
Skallagrímur: Tracey Smith 26/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/4 fráköst, Egill Egilsson 15/5 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 14/5 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Daði Berg Grétarsson 6, Atli Aðalsteinsson 3, Davíð Ásgeirsson 3, Atli Steinn Ingason 0, Davíð Guðmundsson 0, Kristófer Gíslason 0, Kristján Örn Ómarsson 0, Magnús Kristjánsson 0.
Snæfell: Austin Magnus Bracey 26/6 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 20/5 fráköst/6 stoðsendingar, William Henry Nelson 16/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14, Stefán Karel Torfason 12/10 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 0, Sveinn Arnar Davíðsson 0/4 fráköst, Sindri Davíðsson 0, Jón Páll Gunnarsson 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Finnbogi Þór Leifsson 0, Almar Njáll Hinriksson 0.
 
 
Mynd úr safni/ Sigurður Þorvaldsson gerði 20 stig, tók 5 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Snæfells í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -