spot_img
HomeFréttirÚr spænsku úrvalsdeildinni til Njarðvíkur - Tilkynnti um félagaskiptin í beinni útsendingu...

Úr spænsku úrvalsdeildinni til Njarðvíkur – Tilkynnti um félagaskiptin í beinni útsendingu á Twitch

Njarðvíkingar hafa tryggt sér griðarlegan liðsstyrk en argentínski bakvörðurinn Nicolas Richotti hefur samið við félagið um að leika með þeim á næstu leiktíð.

Richotti hefur gríðarlega reynslu úr sterkustu landsdeild evrópu, spænsku ACB deildinni þar sem hann lék síðast með Fuenlabrada. Á síðustu leiktíð lék hann með Palencia í spænsku B-deildinni. Hann lék í níu ár með Lenovo Tenerife í spænsku úrvalsdeildinni og vann til að mynda meistaradeild evrópu með þeim árið 2017. Hann var fyrirliði Tenerife liðsins frá 2015 og var þá með 13 stig að meðaltali í leik. Leikmaðurinn er 34. ára og er með ítalskt vegabréf. Einnig hefur hann leikið landsleiki með Argentínska landsliðinu og er því gríðarleg styrking í efstu deild á Íslandi.

Tilkynnt var um félagaskiptin í dag í beinni útsendingu á Twitch þar sem Nicolas Richotti var í beinni útsendingu og kynnt nýtt lið sitt áður en hann spilaði tölvuleikinn APEX með félögum sínum í beinni útsendingu. Nicolas hafði tilkynnt það sérstaklega á síðu sinni og virtist hann hafa fengið mikla athygli fyrir. Í útsendingunni má sjá hann leita uppi allar upplýsingar um Njarðvík og Íslands. Tilkynninguna má finna hér.

Fréttir
- Auglýsing -