Magnús Dagur Svansson hefur samið við Sindra og mun leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.
Magnús er 18 ára 200 cm framherji sem að upplagi er úr ÍR. Hann lék þó með sterku liði Ármanns á síðustu leiktíð í fyrstu deildinni, en í 20 leikjum var hann að spila tæpar 10 mínútur að meðaltali í leik. Þá hefur Magnús verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.