spot_img
HomeFréttirUppsala lá á heimavelli

Uppsala lá á heimavelli

 
Helgi Már Magnússon og Uppsala Basket töpuðu naumlega á heimavelli í gærkvöldi í sænsku úrvalsdeildinni þegar Norrköping Dolphins komu í heimsókn. Lokatölur voru 92-97 Norrköping í vil þar sem Helgi gerði 6 stig í liði Uppsala.
Helgi lék í tæpar 24 mínútur í leiknum og auk stiganna 6 var hann með 5 fráköst og 2 stolna bolta. Uppsala er í 5. sæti deildarinnar með 32 stig eins og Solna Vikings þar sem Logi Gunnarsson leikur en Uppsala hefur betur innbyrðis.
 
Þá eru þrír leikir í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, deildarmeistarar Solna Vikings með þá Jakob Örn og Hlyn Elías innanborðs, mæta Boras Basket á útivelli og Logi Gunnarsson og Solna Vikings fá Jamtland Basket í heimsókn í Solnahallen.
 
Fréttir
- Auglýsing -