spot_img
HomeFréttirUppgjör 13. umferðar í IEX karla

Uppgjör 13. umferðar í IEX karla

 
Á föstudagskvöld lauk þrettándu umferð í Iceland Express deild karla. Njarðvík og KR tóku toppsætin með sigrum í sínum leikjum eftir að Stjarnan fékk rassskellingu í Toyotahöllinni gegn Keflavík og datt af toppnum. Baráttan um toppsætin er orðin gríðarlega þétt en sé vel að gáð má sjá að deildin skiptist nú nokkurnveginn í tvo hluta.
Í efstu sex sætunum eru liðin mð 16-22 stig og því ekki langt á milli feigs og ófeigs í þeirri baráttu. Í sætum 7-12 eru liðin með 10 stig og niður í 0 þar sem FSu situr á botninum án stiga. Ef við beinum sjónum okkar aðeins að FSu hafa verið gríðarleg batamerki á leik liðsins enda nokkrir af leikmönnum liðsins komnir að nýju í búning eftir að hafa fengið ærlega ráðningu frá forsvarsmönnum félagsins fyrir að hegða sér ósæmilega.
 
Mönnum hefur orðið það á orði að FSu muni ekki fara stigalaust í gegnum tímabilið en nú þegar Fjölnismenn eru komnir með 6 stig er á brattann að sækja engu að síður. Fjölnismenn gerðu góða ferð til Grindavíkur á fimmtudag er þeir lögðu heimamenn eftir framlengdan leik þar sem Ægir Þór Steinarsson náði í fyrsta sinn í tæp sjö ár 30-10 tvennu þegar hann setti 33 stig og gaf 13 stoðsendingar í Röstinni fyrir Fjölnismenn. (Lesa nánar um það mál hér)
 
Snæfell heldur áfram að vera liðið sem fáir sjá en það kraumar undir í Hólminum. Það skyldi engum bregða ef Hólmarar fara að klifra enn ofar í töfluna og Blikar urðu síðastir til að kenna á afli þeirra. Njarðvíkingar fóru Norður og rúlluðu upp Tindastól, eflaust margir að bíða eftir því að Stólarnir springi út enda með fínan hóp þetta árið sem hefur einhvern veginn ekki náð að smella saman.
 
Úrslit 13. umferðar:
 
Tindastóll 80:106 Njarðvík
FSu 78:91 Hamar
Grindavík 109:111 Fjölnir
Keflavík 118:83 Stjarnan
Snæfell 109:74 Breiðablik
ÍR 76:103 KR
 
Stigahæstu menn hvers liðs í 13. umferð:
 
Darrell Flake – Grindavík – 38 stig
Andre Dabney – Hamar – 35 stig
Ægir Þór Steinarsson – Fjölnir – 33 stig
Draleon Burns – Keflavík – 30 stig
Semaj Inge – KR – 29 stig
Richard Williams – FSu – 27 stig
Sigurður Þorvaldsson – Snæfell – 22 stig
Nemanja Sovic – ÍR – 22 stig
Justin Shouse – Stjarnan – 21 stig
Michael Giovacchini – Tindastóll – 19 stig
Jonathan Schmidt – Breiðablik – 19 stig
Jóhann Árni Ólafsson – Njarðvík – 18 stig
 
Hæstu menn eftir helstu tölfræðiþáttum:
 
Justin Shouse – Stjarnan – 26,8 stig að meðaltali í leik
Sean Burton – Snæfell – 8 stoðsendingar að meðaltali í leik
Hlynur Bæringsson – Snæfell – 15,3 fráköst að meðaltali í leik
Semaj Inge – KR – 3,5 stolnir boltar að meðaltali í leik
Christopher Caird – FSU – 4,4 tapaðir boltar að meðaltali í leik
Hlynur Bæringsson – Snæfell – 35,2 framlagsstig að meðaltali í leik
Sean Burton – Snæfell – 90,6% vítanýting að meðaltali í leik
Hlynur Bæringsson – Snæfell – 71,4% tveggjastiga nýtinga að meðaltali í leik
Jonathan Schmidt – Breiðablik – 50% þriggja stiga nýting að meðaltali í leik
 
Staðan í deildinni
 
Njarðvík 11/2 22
KR 11/2 22
Keflavík 10/3 20
Stjarnan 10/3 20
Snæfell 9/4 18
Grindavík 8/5 16
ÍR 5/8 10
Hamar 5/8 10
Tindastóll 4/9 8
Fjölnir 3/10 6
Breiðablik 2/11 4
FSu 0/13 0
 
Ljósmynd/ Þorsteinn G. Kristjánsson: Ægir Þór fór á kostum gegn Grindavík í 13. umferð. 
Fréttir
- Auglýsing -