spot_img
HomeFréttirUnicaja með fyrsta tap í deild

Unicaja með fyrsta tap í deild

 Unicaja Malaga tapaði sínum fyrsta leik í deildinni nú í dag þegar þeir heimsóttu lið Joventut. Joventut hafði í síðustu umferð gert sér lítið fyrir og lagt lið Barcelona og því vitað að um erfiðan leik yrði fyrir Malagamenn.  Svo fór að Joventut sigraði 82:74 og fyrsta tap Malaga leit dagsins ljós.  Það var helst til frákastabaráttan sem fór illa með lið Malaga en Joventut tóku 40 fráköst gegn aðeins 23 frá Malaga liðinu. 
 
Þetta er annar leikurinn sem Malaga tapar á tímabilinu en fyrr í vikunni voru það CSKA sem lögðu þá grænklæddu í Moskvu í Euroleague.  Augljóst þykir að fjarvera Jóns Arnórs eigi þarna stóran þátt, í það minnsta leyfum við okkur að halda því fram!
 
 
Fréttir
- Auglýsing -