spot_img
HomeFréttirUngverjar unnu fyrri æfingaleikinn

Ungverjar unnu fyrri æfingaleikinn

 

Ísland tapaði fyrri æfingaleik sínum fyrir heimamönnum í Ungverjalandi fyrr í dag, 66-81. Seinni leikur liðanna er á morgun kl. 12:00, en eftir hann mun liðið ferðast til Litháen þar sem að þeir munu spila sinn síðasta æfingaleik áður en haldið er til Finnlands á lokamót EuroBasket.

 

Leikurinn var jafn og spennandi í upphafi fyrri hálfleiks. Eftir fyrsta leikhluta munaði aðeins einu stigi, 22-23. Ungverjar fóru uppúr því að auka við forystu sína, sem komin var í 10 stig í hálfleik, 34-44. Í seinni hálfleiknum létu þeir svo kné fylgja kviði og uppskáru að lokum fimmtán stiga sigur, 66-81.

 

Atkvæðamestur í íslenska liðinu var Martin Hermannsson með 13 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar.

 

Hérna er tölfræði leiksins

 

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -