spot_img
HomeFréttirUndir 18 ára drengir í 12. sæti á Evrópumótinu í Matosinhos

Undir 18 ára drengir í 12. sæti á Evrópumótinu í Matosinhos

Undir 18 ára drengjalið Íslands mátti þola tap í dag fyrir Ungverjalandi í umspili um 11. sæti á Evrópumótinu í Matosinhos, 81-84. Liðið lýkur því leik í 12. sætinu, með 3 sigra og 4 töp á mótinu.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur dagsins nokkuð spennandi. Ungverjaland byrjaði leikinn þó betur, en eftir því sem leið á náði íslenska liðið að vinna sig inn í hann. Þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan jöfn 73-73 og þurfti því að framlengja. Í framlengingunni náði Ungverjaland svo að vera skrefinu á undan undir lokin og var niðurstaðan þriggja stiga tap Íslands, 81-84.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Hilmir Arnarson með 20 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá bætti Lars Erik Bragason 15 stigum, 4 fráköstum og Brynjar Kári Gunnarsson var með 12 stig, 4 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Gunnar Jónatans)

Viðtöl, myndir / Gunnar Jónatans

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -