spot_img
HomeFréttirUndir 16 ára drengir sterkari á lokasprettinum gegn Austurríki

Undir 16 ára drengir sterkari á lokasprettinum gegn Austurríki

Undir 16 ára drengjalið Íslands lagði Austurríki í dag á Evrópumótinu í Pitesti. Liðið hefur því unnið tvo leiki og tapað einum það sem af er riðlakeppni mótsins.

Leikur dagsins gegn Austurríki var í miklu jafnvægi í fyrri hálfleiknum þar sem Ísland var þó fjórum stigum yfir þegar liðin héldu til búningsherbergja. Íslenska liðið nær þá góðu áhlaupi í upphafi seinni hálfleiksins og eru tólf stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 61-73. Í þeim fjórða ger þeir svo vel að verjast álitlegu áhlaupi Austurríkis, sem minnst skera forystu Íslands niður í fjögur stig á lokamínútunum, en þeir vinna að lokum með sex stigum, 84-90.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Heimir Helgason með 22 stig og 6 fráköst. Þá skilaði Kristófer Björgvinsson 11 stigum, 8 fráköstum, 11 stoðsendingum og Björn Skúli Birnisson var með 21 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.

Lokaleikur Íslands í riðlakeppni mótsins er komandi miðvikudag 9. ágúst kl. 12:30 gegn Georgíu.

Tölfræði leiks

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -