spot_img
HomeFréttirUndir 15 ára hópar Íslands komnir til Kisakallio - Hefja leik þriðjudag

Undir 15 ára hópar Íslands komnir til Kisakallio – Hefja leik þriðjudag

Undir 15 ára landsliðshópar Íslands héldu til Kisakallio í Finnlandi um helgina til þess að taka þátt í landsleikja- og æfingabúðum með finnsku undir 15 ára landsliðshópunum.

Undir 15 ára lið Íslands tók fyrst þátt í verkefninu sumarið 2022, en samkvæmt KKÍ tókst það vel og var ánægja meðal leikmanna og sambandanna tveggja með það og því var ákveðið að halda áfram með það. Í því leika tvö 10 manna lið drengja og tvö 10 manna lið stúlkna nokkra leiki gegn finnsku liðunum sem eru sett upp eins auk þess að æfa á milli leikja og leikdaga. Landsliðin dvelja og leika á Kisakallio-íþróttasvæðinu þar sem NM-mótin, og nú síðast NM-mót U16 ára 2023, hafa verið haldin á undanförnum árum.

Lifandi tölfræði frá leikjunum verður aðgengileg á síðu finnska sambandsins og þá verður einnig hægt að horfa á þá í beinu vefstreymi hér.

Fyrstu leikir eru á morgun þriðjudag 8. ágúst.

U15 drengja
Ásgeir Örn Birgisson · Haukar
Bjarni Jóhann Halldórsson · ÍR
Björgvin Þór Ívarsson · Skallagrímur
Bóas Orri Unnarsson · Keflavík
Dagfinnur Leifsson · KR
Dagur Snorri Þórsson · Stjarnan
Daníel Davíðsson · Þór Akureyri
Hilmar Óli Jóhannsson · Sindri
Jakob Kári Leifsson · Stjarnan
Jökull Ólafsson · Keflavík
Jón Árni Gylfason · Skallagrímur
Lárus Björn Björnsson · Fjölnir
Lárus Grétar Ólafsson · KR
Logi Smárason · Laugdælir
Marinó Gregers Oddgeirsson · Stjarnan
Patrik Joe Birmingham · Njarðvík
Pétur Harðarson · Stjarnan
Róbert Nói Óskarsson · USA
Stormur Kiljan Traustason · Valur
Sturla Böðvarsson · Snæfell
Viktor Máni Ólafsson · Stjarnan

Þjálfari: Emil Barja
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Sverrisson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson
Sjúkraþjálfari: Helgi Freyr Þorsteinsson

U15 stúlkna
Adda Sigríður Ásmundsdóttir · Snæfell
Alma Rós Magnúsdóttir · Keflavík
Ásdís Lilja F. Guðjónsdóttir · Keflavík
Berta María Þorkelsdóttir · Valur
Bo Guttormsdottir-Frost · Stjarnan
Dagný Logadóttir · Haukar
Emma Karólína Snæbjarnardóttir · Þór Akureyri
Hólmfríður Eyja Jónsdóttir · Njarðvík
Hulda María Agnarsdóttir · Njarðvík
Ingibjörg Sigrún Svaladóttir · Valur
Kristín Björk Guðjónsdóttir · Njarðvík
Kristrún Edda Kjartansdóttir · KR
Ninja Logadottir · Stjarnan
Rakel Rós Unnarsdóttir · Grindavík
Rebekka Rut Steingrímsdóttir · KR
Sara Björk Logadóttir · Njarðvík
Sara Líf Sigurðardóttir · Skallagrímur
Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir · Keflavík
Tinna Diljá Jónasdóttir · Stjarnan
Þórey Tea Þorleifsdóttir · Grindavík

Þjálfari: Andrea Björt Ólafsdóttir
Aðstoðarþjálfarar: Lidia Mirchandani Villar og Jónína Þórdís Karlsdóttir
Sjúkraþjálfari: Rakel Róbertsdóttir

Fararstjóri er Sigrún Ragnarsdóttir frá KKÍ.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -