spot_img
HomeFréttirUndanúrslitum í 9. flokkunum lokið

Undanúrslitum í 9. flokkunum lokið

16:25

{mosimage}

Valur Orri Valsson var atkvæðamestur Njarðvíkinga 

Nú er lokið undanúrslitum í 9. flokk karla og kvenna og verða það Keflavík og Grindavík sem eigast við í úrslitum hjá stúlkunum en Njarðvík og KR hjá drengjunum. Úrslitaleikirnir fara fram á morgun í DHL höllinni og leika drengirnir klukkan 10 og stúlkurnar klukkan 12.

Njarðvík sigraði Grindavík í undanúrslitum drengjanna í dag 72-55 en KR sigraði Þór í Þ 67-42. Valur Orri Valsson var stigahæstur með 23 stig en Kjartan Steinþórsson var stigahæstur Grindvíkinga, einnig með 23 stig.  Oddur Kristjánsson var þriðji leikmaðurinn í dag sem skoraði 23 stig en hann var stigahæstur KR inga en stigahæstur Þórsara var Emil Einarsson með 14 stig en hann tók að auki 19 fráköst.

Í undanúrslitum kvenna sigraði Keflavík Hauka 65-25 og Grindavík vann Njarðvík 47-35. Eva Rós Guðmundsdóttir var stigahæst Keflavíkurstúlkna með 19 stig en Margrét Rósa Hálfdánardóttir skoraði 20 af 25 stigum Hauka. Alexandra Marý Hauksdóttir var stigahæst Grindavíkurstúlkna með 22 stig en Fanney Erla Hrannarsdóttir skoraði 11 stig fyrir Njarðvík.

[email protected]

Mynd: Skúli Sigurðsson

Fréttir
- Auglýsing -