spot_img
HomeFréttirUndanúrslitin í Meistaradeild Evrópu í dag

Undanúrslitin í Meistaradeild Evrópu í dag

 
Það eru tveir frábærir leikir í undanúrslitum Euroleague eða meistaradeildinni í körfu í dag. Eitthvað sem allir áhugamenn um körfubolta ættu að fylgjast með. www.sporttv.is mun sýna í beinni á netinu frá leikjunum.
Fyrri leikurinn er milli gríska stórliðsins Panathinaikos sem hefur unnið 5 meistaradeildar titla og þar af 4 á þessari öld og Montepaschi Siena frá Ítalíu sem hefur unnið ítölsku deildina síðustu 4 tímabil og komist í 4liða úrslit meistaradeildarinnar þrisvar sinnum.
 
Þessi lið eru með mjög áhugaverða þjálfara. Sigursælasti þjálfari meistaradeildarinnar Zeljko Obradovic sem hefur unnið 7 meistardeildartitla er við stjórnvölin hjá Panathinaikos og einn allra efnilegast þjálfarinn í dag Simone Pianigiani stjórnar Siena.
 
Bæði liðin hafa átt mjög gott tímabil bæði á heimaslóðum og í meistardeildinni. Þau eru 2 af 3 bestu varnarliðunum og leika venjulega á mörgum mönnum.
 
Helstu leikmenn Panathinaikos eru Dimitrios Diamantidis 196cm leikstjórnandi (12,6stig, 6,0stoðsendingar og 3,8fráköst) sem var valinn varnarmaður ársins í sjötta sinn og Mike Batiste 204cm framherji (12,9stig, 5,3fráköst).
 
Og hjá Siena eru það Litháarnir Ksistof Lavrinovic 210cm miðherji (11,8stig, 5,1frákast) og Rimantias Kaukenas 192cm bakvörður (12,2stig, 2,2stoðsendingar) auk Lester McCalebb 183cm bakvörður (12stig2,2stoðsendingar, 2stolna) sem er að koma til baka eftir meiðsl.
 
Seinni leikurinn er milli Maccabi sem unnið hefur tvo meistaradeildartitla á þessari öld og leikið átta sinnum í 4liða úrslitum gegn stórliði Real Madrid sem ekki hefur unnið meistaradeildina síðan 1995 þegar Sabonis leiddi þá til sigurs.
 
Það eru flestir á því að þetta séu sigurstranglegri liðin. Maccabi eru með besta sóknarliðið í vetur og Real Madrid með besta varnarliðið.
 
Helstu leikmenn Maccabi eru Jeremy Pargo 188cm leikstjórnandi (13stig, 3,9stoðsendingar, 3,5fráköst), Sofoklis Schortsanitis 206cm 150kg miðherji (12,3stig, 4,3fráköst á 19mín) og Lior Eliyahu 207cm framherji (11,3stig 3,9fráköst).
 
Og hjá Real Madrid spænsku landsliðsmennirnir Sergio Llull 192cm bakvörður (11,5stig3,1stoðsending) og Felipe Reyes 203cm framherji (8,4stig 5,2fráköst)
 
Bæði lið eru með mjög áhugaverð unga leikmenn sem vert er að fylgjast með. Hjá Real Madrid Nikola Mirotic 208cm framherji fæddur 1991 (7stig, 3,2fráköst). Hjá Maccabi Milan Macvan 206cm framherji fæddur 1989 sem er nýlega kominn til þeirra. Báðir þessir kappar eru taldir mjög líklegir NBA leikmenn í framtíðinni.
 
Fyrri leikurinn hefst kl.16 og sá seinni kl.19 og verða sendir út á www.sporttv.is  
 
Mynd/ Mike Batiste verður í eldlínunni í dag.
 
JAI
Fréttir
- Auglýsing -