Næstu menn hjá Fjölni voru Jón Sverrisson með laglega tvennu, 20 stig og 14 fráköst og Calvin O’Neal með 14 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá KFÍ var Craig Schoen stigahæstur með 28 stig og 8 stoðsendingar en næstir voru Ari Gylfason með 24 stig og 9 fráköst og Sigurður Orri Hafþórsson með 16 stig og 6 fráköst.
Gestirnir mættu mun kraftmeiri til leiks og settu 5 fyrstu stig leiksins á upphafsmínútunni. Þeir náðu muninum uppí 8 stig í stöðunni 10-18 og virtust ætla að fljúga í gegnum Fjölni. Heimamenn áttu þó svör og minnkuðu muninn aftur niður í 4 stig á næstu mínútum. Skotmenn KFÍ fengu nóg pláss og voru því snöggir að refasa fyrir öll mistök Fjölnis. Það var því við hæfi að Craig Schoen skyldi klára fyrsta leikhluta með þrist um það bil sem flautan gall, 23-31. Svæðisvörn gestana virtist virka mjög vel gegn sóknarleik Fjölnis og eini maðurinn sem átti eitthvað í þá var Nathan Walkup sem hafði skorað 15 stig eftir fyrsta leikhluta.
Gestirnir héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og höfðu 11 stiga forskot þegar þrjár mínútur voru liðnar, 30-41. Fjölnismönnum tókst þá að stoppa sóknarleik gestana og minnkuðu muninn niður í 6 stig þangað til Pétur Sigurðsson tók leikhlé fyrir gestina, 38-44. Um það bil mínútu seinna var munurinn kominn niður í 2 stig, 42-44, og Fjölnir því skorað 12 stig gegn 3 stigum gestana. Leikurinn róaðist nokkuð á næstu mínútum, liðinn voru bæði að klikka úr ótrúlegustu skotum. Það var Fjölnismönnum í hag sem unnu á og þegar ein mínúta var eftir af leiknum jafnaði Arnór #14 metin fyrir Fjölnismenn, 48-48, eftir mikla baráttu undir körfunni. Craig Schoen átti seinasta orð fyrri háflleiks og kom gestunum yfir, 48-51
Stigahæstir í hálfleik í liði KFÍ voru Craig Schoen með 14 stig, Ari Gylfason með 10 stig og Sigurður Hafþórsson með 9 stig. Í liði Fjölnis var Nathan Walkup yfirburðamaður á vellinum með 19 stig, 8 fráköst og hafði aðeins klikkað úr einu skoti. Næstir voru Jón Sverrisson með 10 stig og 7 fráköst og Tómas Daði Bessason með 7 stig.
Það gekk ennþá jafn brösulega hjá Fjölni að koma boltanum ofaní í byrjun þriðja leikhluta og hraður leikur gestana fór því illa með þá. Ari Gylfason setti þrjá þrista vel fyrir utan á stuttum kafla og þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn kominn aftur upp í 10 stig, 57-67. Örvar Kristjánsson tók þá leikhlé fyrir Fjölnismenn þegar rétt rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum, 61-70. Nathan Walkup fékk sína fjórðu villu þegar rúmlega mínúta var eftir af leikhlutanum og fékk því verðskuldaða hvíld að ósk þjálfarans. Fjölnismönnum tókst að rétta stöðu sína örlítið áður en flautað var til loka þriðja leikhluta en þá stóðu tölur, 69-77.
Það voru heimamenn sem mættu einbeittari til leiks í fjórða leikhluta og fundu leiðir til þess að minnka muninn enn meira. Nathan Walkup sem fram að því hafði verið þeirra aðalmaður var ennþá á bekknum en það kom ekki að sök. Þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum munaði 5 stigum á liðunum, 74-79. Gestirnir voru mikið að leita að þriggja stiga skotinu en tókst ekki að nýta þau ólíkt í hinum þremur leikhlutum leiksins. Pétur Sigurðsson tók svo leikhlé stuttu seinna þegar Tómas Daði Bessason setti niður þrist og minnkaði muninn niður í 2 stig, 77-79. Trausti Eiríksson jafnaði svo leikinn af vítalínunni 79-79 og æsispennandi lokamínútur voru í uppsiglingu. Liðin skiptust á að leiða leikinn næstu mínútur og tölur voru aftur hnífjafnar, 84-84 þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Ísfirðingar voru tilbúnir að berjast fyrir boltanum og sýndu það á lokamínútnum þegar allt var undir fóru þeir í öll sóknarfráköst og uppskáru eins og þeir sáðu. Örvar Kristjánsson tók leikhlé fyrir Fjölnismenn þegar ein og hál mínúta var eftir af leiknum og heimamenn 2 stigum undir, 88-90. Sigurður Hafþórsson setti stóran þrist fyrir gestina þegar það var ein mínúta eftir af leiknum, 90-93. Nathan Walkup svaraði fyrir gestina, 92-93 og KFÍ hélt í sóknina með 29 sekúndur á klukkunni. Pétur tók svo leikhlé fyrir KFÍ þegar þeir áttu innkast og 1 sekúndu eftir á skotklukkunni. Sú sókn gekk ekki svo Örvar lék sama leik fyrir Fjölni. Þeir tóku leikhlé með 3 sekúndur á klukkunni og Fjölnismenn nýttu þær sekúndur til hins ýtrasta, tvær sendingar og Nathan Walkup fékk auðvelt sniðskot til að klára leikinn, 94-93.
Umfjöllun: [email protected]
Mynd: Björn Ingvarsson — Myndasafn úr leiknum má finna hér