Valsmenn mættu af krafti í annan leikhluta og settu 7 stig gegn fyrstu 2 stigum gestana. ÍR var hins vegar ekki lengi að svara því munurinn var kominn aftur uppí 13 stig aðeins um mínútu seinna. Þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir Valsmanna þá voru ÍR-ingar alltof fljótir að refsa fyrir mistök heimamanna og munurinn á liðunum jókst bara eftir því sem leið á leikhlutan. Þegar hann var rúmlegar hálfnaður tók Ágúst leikhlé fyrir Valsmenn sem voru komnir 17 stigum undir, 28-45. Bartolotta og Sovic voru á þeim tímapunkti komnir með 23 stig samanlagt og virtust skora að vild. Valsmenn pressuðu gestina hátt og spiluðu svæðisvörn en það virtist ekki gefa heimamönnum mikið. Eiríkur Önundarson átti seinasta orð fyrri hálfleiks þegar hann kom forskoti gestana upp í 20 stig um leið og flautan gall, 34-54.
Stigahæstir í liði ÍR í hálfleik voru Nemanja Sovic með 16 stig, Jimmy Bartolotta með 13 stig og Robert Jarvis með 7 stig. Í liði Vals var Darnell Hugee stigahæstur með 12 stig en næstir voru Garrison Johnson með 10 stig og Igor Tratnik með 6 stig.
ÍR-ingar gáfu ekkert eftir í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu fyrstu 9 stig leikhlutans. Valsmenn virtust hreinlega ekki vera mættir því menn fengu opin skot fyrir utan þriggja stiga línuna án þess að hafa mikið fyrir því. Jimmy Bartolotta setti niður tvær þriggja stiga á stuttum tíma og þegar leikhlutinn var að verða hálfnaður var munurinn kominn upp í 31 stig, 40-71. ÍR hafði þá nýtt 13 af 21 þriggjastiga skotum sínum sem samsvarar 62% nýtingu. Valsmenn löguðu sína stöðu aðeins áður en þriðji leikhluti leið en þá munaði 25 stigum á liðunum, 54-79.
Valsmenn mættu með nánast alveg nýtt lið inní fjórða leikhluta þar sem erlendir leikmenn liðsins fengu að hugsa sinn gagn á bekknum. Valsmenn náðu nokkuð góðum kafla um miðbik fjórða leikhluta og minnkuðu forskotið niður í 18 stig þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum, 67-85. Valsmenn virtust hafa fundið nýjan kraft og sóttu hratt á gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum höfðu Valsmeinn náð að minnka muninn niður í 11 stig, 81-92. Það var þó of lítið og of seint því ÍR hafði svo á endanum 6 stiga sigur, 86-92.
Myndasafn frá leiknum eftir Torfa Magnússon