Ungmennafélag Bolungarvíkur vann sinn fyrsta sigur í 2. deild karla um helgina þegar liðið lék sinn fyrsta leik í deildinni. UMFB tók þá á móti Víkingi frá Ólafsvík þar sem lokatölur voru 94-51.
Af heimasíðu UMFB:
,, Þrátt fyrir að fjórði leikhluti væri einungis formsatriði þá slökuðu hvorugt liðið á og var hart barist til leiksloka. Lokastaðan var 94-51 fyrir UMFB og fyrsti sigurinn í höfn.“
Ljósmynd/ Ingvi Stígsson: Frá viðureign UMFB og Víkinga frá Ólafsvík um síðastliðna helgi.